Úr ensku
á íslensku
Þýðingar: Úr ensku yfir á íslensku
Sverrir hefur tekið að sér þýðingar gegnum tíðina.
Hér er um að ræða léttari þýðingar á einföldum textum af því tagi þar sem ekki er krafist löggilts skjalaþýðanda og dómtúlks. Verð er líka talsvert lægra en hjá slíkum fagmönnum.
Bakgrunnur Sverris í þýðingum úr íslensku í ensku, eða úr ensku í íslensku, er sá að hann tók fjögur stór námskeið í skapandi skrifum á vefnum, hjá aðilum í Bandaríkjunum. Þessi námskeið eru mjög kröfuhörð og að fullu fagleg, og eru fyrir enskumælandi fólk, þ.e. Bandaríkjamenn og t.d. Kanadamenn og Breta, sem vilja bæta sig í skriftækni. Þetta voru ekki útvötnuð námskeið fyrir útlendinga, eða non-native-English speakers. Sjá neðst á síðunni umsagnarbréf tveggja kennara um nám Sverris á þessum námskeiðum.
Dæmi úr fyrri þýðingarverkum: Þýðingar úr ensku og yfir á íslensku
Þýðing á nokkrum enskum bíómyndum og sjónvarpsþáttum fyrir Viaplay streymisveituna, sjá yfirlit þýðinga á dönsku þýðingarsíðunni.
Verk unnið fyrir 66°NORTH – Sjóklæðagerðina – texti um LaSportiva Raptor létta hlaupaskó fyrir “cross country” hlaup – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri
Verk unnið fyrir 66°NORTH – Sjóklæðagerðina – um kappann Dhani Jones – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri
Verk unnið fyrir Hringrás, “operating instructions” fyrir tæki sem notað er í stóriðju þýtt yfir á íslensku – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri
Verk unnið fyrir BL, bæklingur fyrir Nissan Leaf rafbílinn, þýddur yfir á íslensku – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri
Verk unnið fyrir kínverskan vef fréttamiðil. Texti þýddur yfir á íslensku – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri.
Verk unnið fyrir áhættufjárfestingarsjóð í febrúar 2017. Texti fyrir “term sheet” þýddur yfir á íslensku – frumtexti til vinstri, þýðingin til hægri.
Umsagnir vegna námskeiða í skapandi skrifum hjá aðilum í Bandaríkjunum