Vefmarkaðsmál
Staðan í markaðsmálum á vefnum
Með markaðssetningu á Internetinu má ná til fólks hvar sem er á hnettinum, oft með litlum tilkostnaði. Internetið er líka góður staður til að ná til fólks í manns eigin samfélagi.
Staðan á vefnum og á vinsælustu samfélagsmiðlunum tekur stöðugt breytingum. Framboð efnis á vefnum og samfélagsmiðlum er gífurlega mikið, og það er sífellt erfiðara að ná athygli fólks, og halda henni. Eins þarf að skoða hvernig efni fólk vill gjarnan deila áfram, og hvernig efni samfélagsmiðlarnir sjálfir vilja dreifa áfram. Það er því nauðsynlegt að skipuleggja sínar aðgerðir á vefnum með góðri þekkingu.
Sé rétt að staðið, og í samræmi við stöðu mála á vefnum í dag, (en ekki stöðu mála eins og hún var fyrir einhverjum tíma síðan), getur vefurinn verið aðgengilegasta, skemmtilegasta og ódýrasta leiðin fyrir fyrirtæki að ná árangri í kynningarmálunum.
Hvernig getur Marktak hjálpað þínu fyrirtæki?
Marktak getur tekið að sér að skoða aðkomu fyrirtækis að markaðsmálum á vefnum á heildstæðan hátt, og benda á bestu leiðir fyrir þitt fyrirtæki. Næsta skref getur verið að skipuleggja markaðsvinnu á vefnum, og loks að framkvæma.
Þetta eru þeir þættir sem rétt er að skoða:
- Eigin vefur og blogg
- Flickr
- Snapchat
- Myndskeið á vefnum
- Bein vefútsending á Periscope og Facebook Live
- Gerð myndskeiða
- Podcast (hlaðvarp)
- Auglýsingar á vefnum
- Textaskrif fyrir vefinn
- Sala og tekjuöflun
- Gerð efnis fyrir vefinn og samfélagsmiðla
- Þín starfsáætlun og samræming þeirra af ofangreindum þáttum sem skynsamlegt er fyrir þig að leggja áherslu á
- Og fleira eftir atvikum…
Stöðugur aðgangur að bestu upplýsingum
Sverrir hjá Marktak hefur kynnt sér margt varðandi vefinn og markaðssetningu, (sjá þessa síðu hér um kennsluefni og þennan leslista hér). Þessi símenntun stendur stöðugt yfir. Sverrir vinnur að skipulagningu og nýtingu slíkra tækifæra í eigin fyrirtæki. Hér er um víðfeðman vettvang að ræða og flókinn, og margs að gæta. Hér eru mörg víti að varast, en líka vettvangur þar sem hægt er að ná mjög góðum árangri.
Flest fyrirtæki á Íslandi teljast lítil í alþjóðlegum samanburði, og líklega er best að leggja áherslu á aðeins fáeina þætti, en gera það vel.
Hvar leynast tækifærin fyrir þig?
Hafðu endilega samband og við skulum byrja á að spjalla um þín mál.