Ýmis kennsla
Sverrir hefur keypt ýmsa þjálfunarpakka, námskeið og skýrslur um markaðsmál á vefnum. Hér undir er upptalning á ýmsu af því helsta og nýjasta. Sverrir hefur ekki farið í gegnum allt þetta efni frá upphafi til enda, en er með þetta við hendina ef með þarf.
Sverrir er viðskiptafræðingur Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands, og var auk þess í námi í myndlist (Myndlista og handíðaskólanum, fornám), og í smíði í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur valið að fara ekki í MBA nám eins og margir gera, til að bæta við þetta, en afla þess í stað þekkingar í markaðsmálum og slíku með því að kynna sér ýmiskonar efni.
Tube Traffic Mastery er þjálfunarefni í því hvernig á að setja inn myndskeið á Youtube á almennum “Youtube channel”, og ná áhorfi, til að kynna vörur. Útgefið af Jon Penberthy og Frontlinemarketer.
Traffic Evolution 4.0 – Targeted Traffic workshop er kennsla í aðferðum til að fá umferð inn á vefi. Útgefið af Cyberwave Media INC.
Native Ads Made Simple er 6 vikna þjálfunarefni í því hvernig á að auglýsa inni í News Feed á Facebook (kallað native ads). Gert af Charles Kirkland hjá Media Buyer Association.
Product Launch Control er þjálfunarefni með myndskeiðum, skýrslum og slíku í því hvernig á að setja vöru fram á markaði.
Ýmsar skýrslur og kennsluefni í því hvernig á að skrifa sölutexta. Ýmsir útgefendur.
Og fleira….
Til baka til forsíðu
773 7100