Á þessari síðu
Dæmu um fyrri verk Marktak
Verðlaunatillögur í samkeppnum, og lokaverkefni
Nýjustu verkefni Marktak eru kynnt hér
Dæmi um fyrri verk Marktak
Íslenskar og enskar útgáfur myndskeiða
Verkefni fyrir Úrvinnslusjóð 2019. Tekin voru sex þjálfunarmyndskeið sem gerð voru á grísku, og textinn þýddur á íslensku. Svo var tal tekið upp, og sett ný hljóðrás á myndskeiðin og ný tónlist. Einnig var lesari í Englandi fenginn til að lesa textann, og enskar útgáfur búnar til með ensku tali og nýrri tónlist. Þetta er dæmi um hvað er hægt að gera með myndskeið sem eru til á erlendum tungum, og vilji til að færa þau yfir á íslensku með mun minni tilkostnaði en ef myndskeiðin væru gerð frá grunni.
Unnið í vefsíðu
Þýðing á texta fyrir áhættufjárfestingasjóð
Vefur og logo fyrir gistiheimili
Valin tillaga:
Aðrar fyrri tillögur:
Prófarkalestur á texta fyrir áhættufjárfestingasjóð
Unnið í viðskiptaáætlun fyrir nýtt gistiheimili
Nýr vefur Marktak
Þýðing fyrir bækling um rafbíl
Ýmis vinna fyrir Hringrás
Fjögur myndbönd fyrir grunnskólanema
DVD diskar með myndböndum fyrir grunnskólanema
Skoðanakönnun á vefnum
Skoðun á atriðum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
Þýðing og skrif á ensku
NLL Recycling
Bæklingur og vefvinna
Samskil vefvinna
Hringrás vefvinna
Vefur fyrir BÍL
Eftirvinnsla myndskeiða fyrir 66°NORTH
Myndskeið fyrir hótel
Upptaka myndskeiðs fyrir SÍM
Ferðamannaskilti í Sveitarfélaginu Árborg
Bæklingur fyrir Sveitarfélagið Árborg
Þýðing úr dönsku
Þýðing úr íslensku yfir á ensku
Hönnun á skiltum og fleira
Vefur fyrir listakonu
Framboðsmyndskeið
Skilti fyrir NLL Recycling
Ýmis verk fyrir Hringrás og Vöku
Eigin vefir
Stofnun fyrirtækis og þróun vörulínu
Verðlaunatillögur í samkeppnum og lokaverkefni frá H.Í.
Ísland árið 2018
Aðrir verðlaunahafar í 1.-3. sæti voru Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur, og Ólafur Pétursson, grafískur hönnuður, saman með tillöguna “Sjálfbjarga samfélag,” og Þór Sigfússon, hagfræðingur, sem var þá aðstoðarmaður fjármálaráðherra, með tillöguna “Þekkingarsamfélagið”. Tillaga Sverris bar hins vegar nafnið “Ísland, friðlýst náttúra og umheimurinn” og setti fram tillögu um friðlýsingu á Vatnajökli og nágrenni til að búa til stærsta friðlýsta náttúruverndar- og útivistarsvæði í Vestur-Evrópu (lagalega séð var á þeim tíma ekki hægt að stofna þjóðgarð og því var þetta orðað þannig. Tilgangur þessa svæðis skyldi vera að styrkja markaðssetningu og atvinnusköpun í landinu. Þetta var ekki hefðbundin náttúruverndarpæling, og ekki sett fram umdir merkjum slíkrar stefnu. Tvær tillögur voru svo verðlaunaðar saman í 4.-5. sæti. Þar voru annars vegar þriggja kvenna hópur sem í voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari, og Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, með tillöguna “Tíu bréf til vina”. Hins vegar var einn með tillögu Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður, með tillöguna “Mannlíf, byggð og hnattænir breytipunktar”. Einar Þorsteinn hefur helst orðið frægur á síðari árum fyrir að vera hönnuðurinn á bak við strendingsformin sem eru í glerhjúp Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, en það verk er annars eignað hinum alþjóðlega fræga listamanni Ólafi Elíassyni “and his team”, enda var Einar heitinn í teymi Ólafs í Berlín.
Verðlaunatillögu Sverris í samkeppninni má skoða hér í heild sinni, en hér undir er hins vegar umsögn dómnefndar, myndir frá verðlaunaafhendingunni og af bæklingi með greinargerð dómnefndar.
Landnýting og orka - verðlaunaritgerð í Vísbendingu
Hér má lesa ritgerðina í heildi sinni á Íslensku.
English: Hér má lesa ritgerðina í enskri þýðingu.
Hér undir er ljósmynd af Vísbendingu með ritgerðinni í.
Lokaritgerð frá H.Í.
Þetta var rannsókn á því hvernig ferðamenn eiga samskipti við vini og ættingja sem sitja eftir heima við, gegnum símtöl, póstkort og hugsanlega rafræn póstkort, þegar ferðamenn eru í fríi erlendis. Jafnframt var í skýrslunni samantekt niðurstaðna og hugleiðingar um framtíðarsýn. Valið á efninu endurspeglaði m.a. að Sverrir ætlaði ekki að vinna frekar í hálendishugmyndum þrátt fyrir góðan árangur, verðlaun í samkeppnum og umfjöllun á því verkefni.
Rannsóknin var líklega stærsta eða ein stærsta markaðsrannsókn sem gerð hafði verið í tengslum við venjulegt Cand. Oecon. nám frá viðskipta- og hagfræðideild, þó að enginn þar hefði áhuga á að staðfesta það formlega. Rannsóknin fól í sér að lagðar voru 30 spurningar fyrir fólk sem var stöðvað á förnum vegi í fjórum löndum; Íslandi, Bretlandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þetta var í samtals 22 borgum og bæjum, og úrtak var um 1.100 manns. Það má því ætla að rannsóknin hafi gefið nokkuð góða mynd af stöðu mála í þessum löndum. Sverrir hafði áhuga á að vinna eitthvað meira í þessu, en það reyndist ekki vera rétti tíminn (Internetið var að slíta barnsskónum þarna, og vef og snjallsímavæðing ekki hafin svo neinu næmi) svo ekki varð meira af því.
Hér má skoða upplýsingavef um rannsóknina, og lokaritgerðina í heildi sinni, á Íslensku.
English: Hér má lesa lokaritgerðina í enskri þýðingu.
Hér undir er kynningarmynd um verkefnið.